Akureyrarbær mun ekki áfrýja dómi Norðurlands eystra sem dæmdi bæinn brotlegan í skaðabótamáli íþróttakennarans Jóhönnu G. Einarsdóttur. Málið var rætt á síðasta fundi bæjarráðs og unir bærinn dómnum.
Eins og greint var frá í blaðinu í síðustu viku var Akureyrarbæ gert að greiða Jóhönnu skaðabætur þar sem ljóst þykir að raddbönd hennar hafi skaddast varanlega við íþróttakennslu. Akureyrarbæ er gert að greiða Jóhönnu rúmlega 160 þúsund krónur með vöxtum og rúmar tvær milljónir í málskostnað.
Í starfi sínu sem íþróttakennari við Lundaskóla varð Jóhanna fyrir varanlegum skaða á raddböndum vegna ófullnægjandi aðbúnaðar við íþróttakennslu í KA-heimilinu á tímabilinu 26. september 2011 til 5. október sama ár.