Akureyrarbæ hefur verið gert að greiða íþróttakennara skaðabætur þar sem sannað þykir að raddbönd hennar hafi skaddast varanlega við íþróttakennslu. Akureyrarbæ er gert að greiða stefnanda rúmlega 160 þúsund krónur með vöxtum og rúmar 2 milljónir í málskostnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra.
Í starfi sínu sem íþróttakennari við Lundaskóla varð stefnandi í málinu, Jóhanna Einarsdóttir, fyrir skaða á raddböndum vegna ófullnægjandi aðbúnaðar við íþróttakennslu í KA-heimilinu á tímabilinu 26. september 2011 til 5. október sama ár. Í dómsúrskurði segir að stefnandi í málinu hafi starfað sem íþróttakennari við Lundarskóla í um 20 ár.
Sumarið 2011 var ráðist í framkvæmdir í KA-heimilinu þannig gamalt gólf var rifið upp og nýtt lagt. Segir í skýrslu Jóhönnu að í húsinu hafi verið lyktarmengun, mikið ryk og hávaði eftir framkvæmdir. Aðrir íþróttakennarar tóku undir þær lýsingar. Segir Jóhanna að rödd hennar hafi brostið þann 5. október 2011 er hún var að útskýra leik fyrir nemendum. Hefur Jóhanna verið í raddmeðferð síðan sem ekki hefur skila fullnægjandi árangri.