Þóroddur mun fjalla sérstaklega um mismunandi búferlaflutninga íslenskra og erlendra ríkisborgara og áhrif þeirra á mannfjöldaþróunina. Loks mun hann meta hugsanlega þróun mannfjöldans hér á landi í samanburði við reynslu Færeyinga á árunum 1990-1996 og reifa nokkrar lykilspurningar um þær breytingar sem framundan kunna að vera. Margir óttast að yfirstandandi efnahagþrengingar muni leiða til stórfellds fólksflótta frá Íslandi á næstu árum og sumir hafa jafnvel gengið svo langt að bera ástandið saman við efnahagskreppuna í Færeyjum á síðasta áratug tuttugustu aldar þegar nærri tíundi hver Færeyingur flutti af landi brott.
Þóroddur Bjarnason hefur gegnt stöðu prófessors í félagsfræði við Háskólann á Akureyri frá árinu 2004. Hann lauk BA námi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 1991, MA námi í aðferðafræði við University of Essex árið 1995 og doktorsprófi í félagsfræði frá University of Notre Dame í Bandaríkjunum árið 2000. Þóroddur starfaði sem lektor við State University of New York í Bandaríkjunum 2000-2004. Meðal nýlegra viðfangsefna hans má nefna rannsókn á búferlafyrirætlunum ungmenna á Austurlandi (Society and Natural Resources, bíður birtingar), áfangastaði íslenskra ungmenna sem hyggjast flytja af landi brott (Acta Sociologica, 2009) og siðrof meðal íslenskra og evrópskra unglinga (Acta Sociologica, 2009). Þóroddur stýrir jafnframt viðamikilli rannsókn á félgslegum, efnahagslegum og menningarlegum áhrifum Héðinsfjarðarganga á mannlíf á noranverðum Tröllaskaga og íslenskum hluta tveggja alþjóðlegra samanburðarannsókna á stöðu ungs fólks (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs og Health Behaviours in School Aged Children