Akureyri Handboltafélag tapaði í kvöld gegn Haukum, 24:27, í sínum fyrsta leik á Hafnarfjarðarmótinu. Oddur Grétarsson var markahæstur í liði AH í kvöld með sex mörk en Guðmundur Helgason kom næstur með fimm mörk.
Björgvin Hólmgeirsson var atkvæðamestur í liði Hauka með sex mörk og þeir Pétur Pálsson, Elías Már Halldórsson og Þórður Rafn Guðmundsson gerðu fjögur mörk hver.
Í hinni viðureigninni á mótinu hafði Valur betur gegn FH, 27:26.