Það verður afar fróðlegt frjálsíþróttamót sem fram fer á Þórsvellinum í kvöld þegar leikmenn Akureyri Handboltafélags og körfuknattleikslið Þórs munum etja kappi. Er keppnin liður í undirbúningi beggja félaga fyrir komandi keppnistímabil í haust. Keppnin hefst kl 19:00 og er reiknað með að keppni standi yfir í um klukkustund.
Keppt verður í eftirfarandi greinum:
1. 60m hlaup (4 keppendur frá hvoru liði)
2. Hástökk (3 keppendur frá hvoru liði)
3. 400m hlaup (4 keppendur frá hvoru liði)
4. Kúluvarp (3 keppendur frá hvoru liði)
5. Langstökk (3 keppendur frá hvoru liði)
6. Spjótkast (3 keppendur frá hvoru liði)
7. 4 x 100m hlaup (12 keppendur frá hvoru liði)