Ágúst Torfi hættir sem forstjóri Norðurorku

Ágúst Torfi Hauksson og Franz Árnason. Mynd af vef Norðurorku.
Ágúst Torfi Hauksson og Franz Árnason. Mynd af vef Norðurorku.

Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Norðurorku á Akureyri hefur sagt upp starfi sínu, samkvæmt heimildum Vikudags. Ágúst Torfi tók við starfi forstjóra af Franz Árnasyni um miðjan september á síðasta ári en hann var valinn úr hópi 36 umsækjenda um stöðuna. Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku staðfesti að Ágúst Torfi muni láta af störfum en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hann sagði að fréttatilkynning yrði send út innan tíðar.

 

Nýjast