Mótið er á vegum Skíðafélags Akureyrar og er nú haldið í annað sinn. Mikill fjöldi tók þátt í fyrra en það er von aðstandenda að enn fleiri konur taki þátt í dag. Hægt er að velja á milli tveggja vegalengda 3,5 og 7 km. og er gengið án tímatöku. Ýmsar veitingar eru í boði og glæsileg útdráttarverðlaun. Þátttökugjald er 500 krónur og frítt fyrir 12 ára og yngri. Skráning hófst kl. 11:00 í morgun í gönguhúsi norðan Skíðastaða.