Einar Sigþórsson leikmaður Þórs, var úrskurðaður í tveggja leikja bann af Aga- og Úrskurðarnefnd KSÍ. Einar fékk beint rautt spjald í tapleik Þórs gegn HK á dögunum og missti af sigurleiknum gegn Selfyssingum í gær í kjölfarið. Einar mun einnig missa af útileiknum gegn Víkingi fá Ólafsvík um helgina.
Arna Sif Ásgrímsdóttir, Þór/KA, hlaut eins leiks bann vegna brottvísunar og missir af næsta leik Þórs/KA 8. september. Einnig fengu þeir Jónas Halldór Friðriksson og Steinar Logi Rúnarsson, leikmenn Magna, eins leiks bann ásamt Hermanni Albertssyni leikmanni Dalvíkur/Reynis. Þá fékk Sigurður Sæberg Þorsteinsson leikmaður Dalvíks/Reynis tveggja leikja bann vegna brottvísunar.