Í Litla-Dunhaga, sem er aðeins 10 km norðan Akureyrar, eru kálfarnir settir á, nautin eru alin á heyri og heimaræktuðu byggi til tveggja ára aldurs en kvígurnar eru aldar til að verða mjólkurkýr. Af þessum nautgripum kemur kjötið sem selt er frá býlinu. Fallegar og kátar landsnámshænur gefa svo eggin sem seld eru á bænum. Við opnunina í dag voru þær Hulda, Sigríður Guðmundsdóttir í Þríhyrningi, Líney Diðriksdóttir á Tréstöðum og Borghildur Freysdóttir í Stóra-Dunhaga, að gefa gestum og gangandi að bragða á afurðum sem eru til sölu í Huldubúð. Og í tilefni dagsins voru þær klæddar íslenska þjóðbúningnum.