Á morgun, laugardag kl. 14.00, er komið að opnun í Amtsbókasafninu á sýningu nemenda í Fjölmennt en það er miðstöð
símenntunar sem þjónar fötluðu fólki 20 ára og eldri. Sýningin ber yfirskriftina Norðurheimskautið og verða þar sýnd
verk úr ýmiskonar efnivið. Leikhópurinn Hugsanablaðran stígur á stokk og sýnir hluta af tilraunaverkefni með söng- og leiklist.
Á laugardaginn verður einnig opið hús 14-17 í GalleríBOX í Listagilinu þar sem yfirskriftin er Komdu að leika. Þar mun
myndlistarfólk vinna með með börnum og er sýningunni ætla að gefa gestum fjölbreytt sýnishorn af því hvernig myndlistarfólk og
börn vinna saman.
Hátíðin List án landamæra er nú haldin í sjötta sinn og hefur hátíðin breyst og þróast ár frá ári
og fleiri eru að verða meðvitaðir um gildi hennar í listalífinu, bæði þátttakendur og njótendur. Þátttakendum fjölgar
með hverju ári og í ár eru fleiri bæjarfélög með atburði á dagskrá en nokkru sinni fyrr. Markmið
hátíðarinnar er að koma list og menningu fólks með fötlun á framfæri.