Afmælisveisla í Nonnahúsi á Akureyri á sunnudag

Á morgun, sunnudaginn 16. nóvember, verður boðið til afmælisveislu Jóns Sveinssonar, fyrrum íbúa í Aðalstræti 54 á Akureyri, í húsi sem síðar var kennt við hann, Nonnahús. Nonni hefði orðið 151 árs. Húsið verður opið frá kl. 13-16.  

Þar verður upplestur fyrir börn úr bókum sem Nonni sjálfur las þegar hann bjó í húsinu sem barn. Í sal Zontaklúbbs Akureyrar, Aðalstræti 54, flytur Brynhildur Pétursdóttir, fyrrum safnstjóri Nonnahúss, ferðasögu og frásögn af tilurð og opnun sýningar um Nonna sem opnuð var í Japan í október sl. Aðgangur er ókeypis, heitt á könnunni og allir velkomnir.

Nýjast