Aflaverðmæti tveggja Samherja- skipa rúmar 200 milljónir króna

Snæfell EA, togari Samherja, kom úr sinni fyrstu veiðiferð í byrjun vikunnar, eftir nafnabreytingu og umfangsmiklar endurbætur. Að sögn Kristjáns Vilhelmssonar framkvæmdastjóra útgerðarsviðs Samherja var Snæfellið um 30 daga á veiðum, aflinn var um 220-230 tonn af frystum afurðum og aflaverðmætið um 100 milljónir króna.  

Uppstaða aflans var grálúða en einnig var eitthvað af karfa. Kristján sagði að þessi fyrsta veiðiferð hafi gengið vel, fyrir utan það að vitlaust veður var á miðunum vestur af Látrabjargi fyrstu 15 dagana. Annað skip Samherja, Oddeyrin EA, kom til hafnar á Akureyri í dag, með um 350 tonn af frosnum afurðum og er aflaverðmætið um 120 milljónir króna. Oddeyrin var á veiðum í 26 daga á svipum slóðum og Snæfellið en uppistaða aflans er karfi en einnig er eitthvað af grálúðu.

Nýjast