Aðgengi að athafnasvæði Vegagerðarinnar verði bætt

Á síðasta fundi skipulagsnefndar var tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni, þar sem stofnunin óskar eftir betra aðgengi gangandi og hjólandi vegfarenda að athafnasvæði Vegagerðarinnar á Akureyri. Í bókun skipulagsnefndar kemur fram að samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er gert ráð fyrir göngustígatengingum frá Þingvallarstræti upp Súluveg og að athafnasvæði Vegagerðarinnar.  

Einnig er gert ráð fyrir útivistarstíg frá undirgöngum undir Miðhúsabraut og að gönguleið að Naustaborgum. Nefndin beinir því til framkvæmdaráðs að reyna að flýta gerð þessara gönguleiða. Skipulagsnefnd telur fyrrnefndar göngutengingar, þegar þær eru frágengnar, nægjanlegar til þess að tengja athafnasvæði Vegagerðarinnar við Lundahverfi og önnur hverfi bæjarins. Skipulagsnefnd fagnar þó hugmyndum um aðra göngustíga og verða þær skoðaðar í tengslum við stígaskipulag Akureyrar sem nú er í vinnslu.

Nýjast