Aðalfundur Aflsins haldinn á Akureyri í kvöld

Aðalfundur Aflsins verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 28. júlí, í húsnæði Aflsins að Brekkugötu 34 á Akureyri, gengið inn bakatil. Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hóf starfsemi sína árið 2002. Það hefur marg sýnt sig að starfsemin er mjög brýn og mikil þörf í samfélaginu og sérstaklega nú á tímum.  

Meðal þess sem verður á dagskrá fundarins í kvöld, er hin mikla aukning þeirra sem leita til Aflsins síðustu misseri. Eins og sjá má á heimasíðu Aflsins www.aflidak.is ársskýrslu 2008, þá var aukning þeirra sem leituðu til Aflsins 94% frá árinu 2007 til 2008. Þolendur heimilisofbeldis leita í auknum mæli til Aflsins og bæta þarf snarlega úr húsnæðismálum samtakanna. Verslunarmannahelgin er framundan og undirbúningur í fullum gangi og vakt alla helgina, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast