Áætlun um lækkun umferðarhraða í íbúðarhverfum

Skipulagsstjóri Akureyrar í samvinnu við framkvæmdadeild lagði fram á síðasta fundi skipulagsnefndar, tillögu um að næstu hverfi, sem gerð verði að 30 km hverfi, verði Giljahverfi, Síðuhverfi, Háskólasvæðið (Norðurslóð), Gerðahverfi II, Lundahverfi, Teigahverfi og Suður-Brekka ofan Þórunnarstrætis, ljúka við Holtahverfi, ljúka við Suður-Brekku neðan Þórunnarstrætis og ljúka við Naustahverfi (Krókeyrarnöf).  

Tillagan er lögð fram í framhaldi af bókun umhverfisráðs dags. 09.04.2003 þar sem ráðið samþykkti að gerð verði heildaráætlun um framkvæmdir við 30 km hverfi með forgangsröðun fyrir allan bæinn. Skipulagsnefnd samþykkir eftirtalda afmörkun svæða sem verði gerð að 30 km hverfum/götum:
Hlíðarbraut og Borgarbraut (Giljahverfi),
Borgarbraut, Hlíðarbraut, Austursíða og Síðubraut (Síðuhverfi),
Borgarbraut og Dalsbraut (Norðurslóð),
Þingvallastræti og Dalsbraut (Gerðahverfi II),
Þingvallastræti, Miðhúsabraut og Mýrarvegur (Lundahverfi),
Þingvallastræti, Mýrarvegur og Þórunnarstræti (Teigahverfi og Suður-Brekka),
Hörgárbraut og Undirhlíð (Holtahverfi göturnar Lyngholt og Stórholt),
Þórunnarstræti (Suður-Brekka, gatan Sunnutröð),
Naustabraut (Naustahverfi, gatan Krókeyrarnöf ).
Jafnframt óskar nefndin eftir tillögum um nánari útfærslu aðgerða til að draga úr umferðarhraða innan hvers svæðis þegar þær liggja fyrir.

Nýjast