35% fjölgun í komum farþega til Akureyrar

Farþegum sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar fjölgar umtalsvert í sumar.
Farþegum sem koma með skemmtiferðaskipum til Akureyrar fjölgar umtalsvert í sumar.

Mikil fjölgun er í komum skemmtiferðaskipa til Akureyrar og Grímseyjar í sumar og þá sérstaklega í smærri skipum sem koma með 200 farþega eða færri. Skipin í sumar verða 151 en voru 104 í fyrra. Áætlaður farþegafjöldi er um 115 þúsund manns sem er um 35% aukning á milli ára.

Fjölgun er einnig á skipum sem koma til Grímseyjar en það eru skip sem eru með að jafnaði 200 farþega. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnasamlags Norðurlands, segir aukningu í komu minni skemmtiferðaskipa skýrast að því að það sé orðið vinsælt að fara með svokölluðum leiðangursskipum sem stoppa í mörgum minni höfnum og hafa yfirleitt farþegaskipti í Reykjavík.

„Skipin fara jafnvel 3­4 hringi í kringum landið og stoppa á 7­9 höfnum,“ segir Pétur. Stærsta skipið sem kemur til Akureyrar í sumar heitir MSC
Preziosa og er 140 þús tonn. Um 3.500 manns eru um borð. Minnsta skipið sem kemur heitir Callisto og er 430 tonn með aðeins 34 farþega. Það
skip stoppar í þrjá daga á Akureyri og hefur farþegaskipti. Skipið fer sjö ferð­ir milli Akureyrar og Reykjavíkur.

Pétur segir áætlaðar tekjur Hafnasamlags Norðurlands vegna skipakoma muni aukast töluvert í ár, eða því sem nemur auknum farþegafjölda. Síðasta sumar voru tekjurnar af komum skemmtiferðaskipa 177,5 mkr. en Pétur áætlar að þær verði um 220 mkr. í ár.

Nýjast