137 nemendur brautskráðust frá VMA

Frá útskriftinni í Hofi. Mynd/VMA
Frá útskriftinni í Hofi. Mynd/VMA

Verkmenntaskólanum á Akureyri var slitið við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi um helgina. Að þessu sinni brautskráðust 137 nemendur en heildarfjöldi skírteina var 167, sem helgast af því að nokkrir nemendur brautskráðust af fleiri en einni braut – sumir tóku við þremur skírteinum.

Verðlaun og viðurkenningar:

Lóa Aðalheiður Kristínardóttir – verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í dönsku. Gefandi: Danska sendiráðið.

Amalía Ósk Hjálmarsdóttir – verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í faggreinum sjúkraliða. Gefandi: Sjúkrahúsið á Akureyri. 

Logi Rúnar Jónsson – verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í efnafræði.  Gefnadi: Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Karitas Fríða Bárðardóttir – verðlaun fyrir bestan árangur í hönnunar- og textílgreinum. Gefandi: Kvennasamband Eyjafjarðar.

Fanný María Brynjarsdóttir og Sandra María Walankiewicz – verðlaun fyrir framúrskarandi árangur ífaggreinum myndlistarkjörsviðs listnámsbrautar. Gefandi: Slippfélagið.

Kristín Anna Svavarsdóttir – verðlaun fyrir bestan árangur í íslensku og ensku. Gefandi: SBA-Norðurleið. 

Máney Nótt Ingibjargardóttir – verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsgreinum úr Minningarsjóði Alberts Sölva Karlssonar.

Steinar Freyr Hafsteinsson – verðlaun fyrir bestan árangur í húsasmíði. Gefandi: BYGGIÐN - félag byggingamanna.

Sigurlaug Máney Sæmundsen – verðlaun fyrir bestan árangur í húsgagnasmíði. Gefandi: BYGGIÐN - félag byggingamanna.

Helga Hermannsdóttir – verðlaun fyrir árangur í faggreinum kjötiðnar. Gefandi: Kjarnafæði.

Bernharð Anton Jónsson – verðlaun fyrir bestan árangur í faggreinum vélstjórnar. Gefandi: Norðurorka og Naust Marine.

Vignir Logi Ármannsson – verðlaun fyrir bestan árangur í stálsmíðagreinum. Gefandi: Félag málmiðnaðarmanna á Akureyri.

Fanný María Brynjarsdóttir -hvatningarverðlaun VMA. Gefandi: Gámaþjónusta Norðurlands. Verðlaunin eru veitt nemanda sem hefur sýnt miklar framfarir í námi á námstímanum, starfað að félagsmálum nemenda, haft jákvæð áhrif á skólasamfélagið eða verið sér, nemendum og skólanum til sóma á einhvern hátt. „Sú sem hlýtur þessi verðlaun að þessu sinni er nemandi sem byrjaði nám í VMA fyrir löngu síðan og ætlaði þá að læra tækniteiknun. Eitthvað leiddist henni þófið á þessum tíma og hætti eftir eina önn, hún fór svo smátt og smátt að safna sér einingum í gegnum fjarnám skólans og kom að lokum inn í nær fullt nám í dagskóla. Fanný María, stúdent af listnámsbraut, hlýtur verðlaunin fyrir þor og þrauteigju með því að koma aftur til baka í nám. En jafnframt fyrir að stunda námið af eljusemi og áhuga og ljúka því með framúrskarandi árangri. Hún er fyrirmynd fyrir fullorðna námsmenn en ekki síður fyrir yngri samnemendur sína.“

Steinunn María Þorgeirsdóttir og Elvar Kári Bollason – verðlaun fyrir námsárangur á starfsbraut. Báðir hafa þessir nemendur verið einstaklega jákvæðir og auðgað mannlífið í skólanum. Gefandi: Nýherji.

Lóa Aðalheiður Kristínardóttir, Máney Nótt Ingibjargardóttir og Valgerður Þorsteinsdóttir – blómvendir fyrir framlag til félagslífs í VMA.

Amalía Ósk Hjálmarsdóttir og Helga Hermannsdóttir - blómvendir sem viðurkenningarvottur frá skólanum fyrir Íslandsmeistaratitla í sjúkraliðagreinum og kjötiðn á liðnum vetri.

Nýjast