Tveir leikir í Hertz-deild kvenna í íshokkí verða um helgina á Akureyri, þegar SA Ynjur taka á móti Birninum. Um er að ræða tvo leiki þessara tveggja liða, einn dag, laugardag kl 19 og svo aftur á sunnudagsmorgun.
S.l. föstudag var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Markmið samningsins er að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins. Jón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritaði fyrir félagið.
Sunna Björgvinsdóttir og Unnar Hafberg Rúnarsson hafa verið valin íshokkífólk ársins 2025 af Íshokkísambandi Íslands. Bæði tvö koma frá Skautafélagi Akureyrar, Unnar er leikmaður SA Víkinga en Sunna spilar með Södertalje SK í Svíþjóð.
Heilbrigðisteymi Skautafélags Akureyrar var eitt fjögurra íþrótta- og ungmennafélaga sem hlutu Hvatningarverðlaun UMFÍ á Sambandsþingi þess um liðna helgi. Segir í umsögn að framlag teymisins til öryggis og velferðar iðkenda og gesta i Skautahöllinni á Akureyri sé ómetanlegt.
Laugardaginn síðasta fór fram Firmakeppni GOKART Akureyri við Hlíðafjallsveg, þar sem Gunnar Hákonarson, gamalreynda aksturskempan og annar eigandi svæðisins, stóð fyrir glæsilegri keppni sem bar keim af fagmennsku og metnaði.
Góður gangur er nú á framkvæmdum við nýjan gervigrasvöll á Þórsvellinum, en eftir rigningarkafla er allt farið á fljúgandi ferð á ný. Heimasíða félagsins segir svo frá.
Þórsarar tryggðu sér sigur í Lengjudeildinni í knattspyrnu í dag og þar sem sæti í efstu deild að ári þegar liðið lagið Þrótt Reykajvik í 2-1 í loka umferð Lengjudeildarinnar í leik sem fram fór á Þróttaravelli.
Það ríkir mikil gleði og þakklæti í herbúðum KA, nú þegar ljóst er að félagið fær að spila heimaleik sinn í 2. umferð Sambandsdeildarinnar á Akureyri – eftir að UEFA veitti félaginu sérstaka undanþágu til leikjahalds á Greifavellinum í fyrstu tveim umferðum Sambandsdeildarinnar. Eins og fram hefur komið situr KA hjá í fyrstu umferð og mun því spila fyrsta leik sinn í Sambandsdeildinni í 2. umferð.