Tveir leikir í Hertz-deild kvenna í íshokkí verða um helgina á Akureyri, þegar SA Ynjur taka á móti Birninum. Um er að ræða tvo leiki þessara tveggja liða, einn dag, laugardag kl 19 og svo aftur á sunnudagsmorgun.
,,EM í kraftlyftingum er lokið og er ég virkilega ánægður međ árangurinn og fullur jákvæðni eftir mótiđ. Ég varđ í öđru sæti í hnébeygju međ 357.5kg, sem var 10kg bæting á mínu eigin Íslandsmeti. Þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef staðið á verđlaunapalli á alþjóđlegu stórmóti, sem fyllti mig stolti varðandi þá vinnu sem ég hef lagt í sportið og þann árangur sem náðist"
Karlalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn i þegar liðið lagði lið Þróttar frá Reykjavík í þremur hrinu gegn einni og sigruðu þar með í úrslitaeivíginu þrjú núll í leikjum talið.
Kvennalið KA í blaki tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið lagði nágrannakonur sínar úr Völsungi 3-1 í hrinum og sigruðu í einvíginu 3 - 0 í leikjum talið.
Sextán ungir og efnilegir íshokkí leikmenn Skautafélags Akureyrar tóku nýverið þátt í Uplandia Trophy í Stokkhólmi – alþjóðlegu íshokkímóti á vegum Sweden Hockey Trophy, sem sérhæfir sig í sterkum unglingamótum víðs vegar um Evrópu. Keppt var í AA deild, þar sem hörð samkeppni ríkir og öflug lið víðs vegar að tóku þátt.
Dagana 4.-6. apríl mun allt fremsta skíðagöngufólk landsins koma sama í Hlíðarfjalli við Akureyri og etja kappi á Skíðalandsmóti Íslands í skíðagöngu. Mótið er haldið af Skíðafélagi Akureyrar en er einnig alþjóðlegt skíðagöngumót FIS (Alþjóða skíðasambandið).
Karlalið Þórs tryggði sér í gær sæti í úrvalsdeild karla í handbolta í fyrsta skipti frá árinu 2021 með stórsigri á B liði HK 37- 29, í lokaumferð 1. deildarinnar. Þórsarar léku vel í vetur og eru vel að deildarmeistaratitlinum komnir.
Þingeyjarsveit hefur fest kaup á snjótroðara til að nota á skíðasvæðinu í Kröflu. Íþróttafélagið Mývetningur mun hafa umsjón með notkun tækisins, en félagið hefur unnið gríðarlega mikilvægt starf síðustu ár við að byggja upp öflugt skíðastarf á svæðinu.