„Við vinnum þetta“

Óskar Óskarsson ásamt börnum á Húsavík vígðu dregilinn
Óskar Óskarsson ásamt börnum á Húsavík vígðu dregilinn

Ekkert lát er á viðburðum á Húsavík í tengslum við Óskarsverðlaunahátíðina sem fram fer í Hollywood 26. apríl. Rétt í þessu var rauður dregill á aðalgötu bæjarins formlega opnaður við hátíðlega athöfn.

Dregillinn 2021

Lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga  er sem kunnugt er tilnefnt til Óskarsverðlauna. Atriðið í tengslum við lagið verður og verður flutt við afhendinguna var tekið upp á Húsavík um helgina.

SJÁ EINNIG: HEIMABÆR ALLRA, HÚSAVÍK: TÖKUM ER LOKIÐ

Sannkölluð hátíðarstemning var í miðbæ Húsavíkur þegar Óskar Óskarsson, skáldsagnarpersónan úr „Óskarinn Heim“ myndböndunum, klippti á borðann við gríðarleg fagnaðarlæti. Það er Sigurður Illugason, einn ástsælasti leikari Húsavíkinga sem fer með hlutverk Óskars.

Kristján Þór Magnússon, sem við tilefni sem þetta ber titilinn bæjarstjóri Húsavíkur, sagði fáein orð áður en borðinn var klipptur. Hann óskaði Húsvíkingum öllum til hamingju og sérstaklega stúlkunum úr 5. bekk Borgarhólsskóla sem sungu með Molly Sandén í myndbandinu. „Við vinnum þetta,“ sagði Kristján áður en hann rétti Óskari skærin til að klippa borðann.

Stemningin var virkilega góð og bjartsýni Húsvíkinga um að landa Óskarnum var áþreifanleg. Kristján hvatti einnig til þess að fólk skrúfaði upp stemninguna og fylgdist vel með þegar afhendingin fer fram, aðfararnótt mánudagsins næsta.

Það er óhætt að fullyrða að sigurhátíð verði haldin á Húsavík ef lagið vinnur, svona eins og sóttvarnir leyfa.

dregillinn 2020


Athugasemdir

Nýjast