Heimabær allra, Húsavík: Tökum er lokið

Tökum lauk á ellefta tímanum í gærkvöld með flugeldum. Innfeld mynd: Ásta Magnúsdóttir.
Tökum lauk á ellefta tímanum í gærkvöld með flugeldum. Innfeld mynd: Ásta Magnúsdóttir.

Tökum er nú lokið á myndbandi við lagið Husa­vik – My Home Town úr myndinni Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Atriðið var tekið upp á Húsavíkurhöfn. Myndbandið verður flutt á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fram fer í Hollywood 26. apríl og verður sjónvarpað um allan heim.

Gríðarleg stemning hefur verið á Húsavík alla helgin og áhugi almenning hefur verið með svipuðum hætti og þegar Eurovision kvikmynd Netflix var tekin upp í bænum.

SJÁ EINNIG: HÚSAVÍK Í SVIÐSLJÓSINU Á NÝ: HEIMABÆR ALLRA Í HEIMI

Tökur hófust á laugardag og var áætlað að þeim myndi ljúka með kvöldinu. Rigning og grámi settu strik í reikninginn og var ákveðið að halda áfram daginn eftir. Örlygur Hnefill Örlygsson sem áhætt er að titla sem aðalhvatamann þess að af verkefninu varð enda búinn að hafa veg og vanda að „Óskarinn heim“ herferðinni sem vakið hefur athygli um allan heim; var á bryggjunni á laugardagskvöld þegar blaðamaður Vikublaðsins kannaði aðstæður. Örlygur var að vonum ánægður með daginn og sagði að ótrúlega vel hafi tekist til við að láta þetta verða að veruleika, þá undurbúningstími hafi verið lygilega stuttur. „Þð er með hreinum ólíkindum á þessum stutta tíma að allt hefur gengið eftir eins og lagt var upp með í smáatriðum; nema veðrið,“ sagði hann og benti til skýjanna. Þá var rigning og grámi yfir tökustað. Aðstæður voru því ekki eins og best var á kosið og tökum frestað fram á morgun.

Á sunnudag var fallegt veður fram á kvöld þrátt fyrir talsverðan vind og gengu tökur vel. 17 stúlkur úr 5. bekk Borgarhólsskóla sungu með Molly Sandén í atriðinu og voru við tökur fram á kvöld báða dagana. Ásta Magnúsdóttir, kórstóri var í skýjunum eftir að tökum lauk á ellefta tímanum í gærkvöld og sagði að stelpurnar hafi staðið sig ótrúlega vel þó verkefnið hafi verið krefjandi.

Stúlknakór

Samkvæmt Örlygi var stjarna atriðisins, Molly Sandén hæst ánægð með heimsókn sína til „heimabæjarins“  Húsavíkur. Hún hafi lært dans af kórstelpunum sínum og m.a. heimsótt Húsavíkurkirkju og hitt sjálfan Óskar Óskarsson, stjörnu „Óskarinn heim“ herferðarinnar. „Molly þakkar Húsvíkingum fyrir að taka svo vel á móti sér og sagði okkur að hana langaði helst af öllu til að setjast hér að,“ ritaði Örlygur á Facebook síðu sína.

Kristján Þór Magnússon, bæjarstjóri Húsavíkur ritaði tilkynningu á veg Norðurþings þar sem íbúar voru hvattir til að sýna skilning og tillitssemi vegna lokana í á hafnarsvæðinu vegna þessa. Með tilkynnigunni var birt þakkarkort til Molly og lagahöfunda fyrir að hafa gert Húsavík að heimabæ allra. Kortið teiknaði listamaðurinn Röðull Reyr Kárason, sem starfar í stjórnsýsluhúsi Norðurþings.  

Kort til Molly

Þótt tökum á atriðinu sé nú lokið er Óskarsævintýri Húsavíkinga hvergi nærri lokið enda má búast við gríðarlegri Óskarsstemningu alla vikuna og fram yfir Óskarsverðlaunahátíðin að minnast kosti.

SJÁ EINNIG: RAUÐI DREGILLINN KOMINN Á MALBIKIÐ

Nýjast