Velunnarar Byrs sparisjóðs standa fyrir fundi á Akureyri

Velunnarar Byrs sparisjóðs halda fund á Hótel KEA í kvöld, þriðjudaginn 14. apríl kl. 20.00. "Eins og greint var frá í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn 7. apríl sl. samþykkti stjórn Byrs sparisjóðs rúmlega milljarðs lán til fyrirtækisins Exeter Holdings ehf. til að kaupa stofnfjárbréf í Byr sparisjóði af m.a. stjórnarmönnum Byrs.  MP-Banki tengist þessu máli sterklega," segir m.a. í fréttatilkynningu. 

"Almennir stofnfjáraðilar í Byr hafa nú snúið bökum saman og hyggjast verja sparisjóðinn.  Sparisjóður Norðlendinga er einn fjögurra sparisjóða sem rann inn í Byr.
 Stofnfjáraðilar, starfsfólk og viðskiptamenn sparisjóðsins, ásamt öðrum áhugamönnum um heilbrigða viðskiptahætti eru hvattir til að mæta á fundinn, segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Frekari upplýsingar um málið má finna á http://www.verjumbyr.blog.is/.

Nýjast