Vélsleða og kerru stolið á Akureyri

Vélsleða og kerru var stolið frá bifreiðastæði austan við Aðalstræti 19 á Akureyri í gær, miðvikudaginn 3. desember. Sleðinn er af tegundinni Polaris Indy Classic,blár að lit. Hann var með svartri yfirbreiðslu merktri Yamaha.  

Kerran er svört að lit með ljósum felgum og var sleðinn bundin á kerruna. Þeir sem geta gefið upplýsingar um það hverjir hér voru að verki eða hvar kerran og sleðinn eru niðurkomin eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna á Akureyri vita í síma 4647700.

Nýjast