Greint er frá því á Facebook-síðu Vaðlaheiðarganga að menn séu komnir í gegnum lokakafla ganganna. Könnunarhola hafi farið í gegnum haftið, sem sé 37,5 metra langt og staðfesti hún að göngin séu á réttum stað.
Afar fjölsótt og vel heppnuð Hríseyjarhátíð var haldin um síðustu helgi. Á kvöldvöku laugardagskvöldsins var tilkynnt um úrslit í samkeppni um nafn á fjarvinnusetrið í eyjunni.
Bæjarhátíðin Ein með öllu fer fram á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hátíðin verður glæsileg, líkt og undanfarin ár, með fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Brennisteinsdíoxíð í andrúmsloftinu mældist mikið á Akureyri í morgun en hefur minnkað eftir því sem líður á daginn. Vegna þessa voru krakkar í Vinnuskólanum á Akureyri sendir aftur heim þegar þeir mættu til vinnu í morgun.
Mikil loftmengun hefur verið í firðinum okkar fagra frá því í gærkvöldi og allar tölum um loftgæði eldrauðar. Fagfólki ber reyndar ekki saman um það hvort hér sé um að ræða mengun frá eldgosinu á Suðurnesjum eða hvort þetta sé loft sem ættað er frá Evrópu.
Útgáfa nýs hlutafjár í Samherja fiskeldi ehf. vegna Eldisgarðs, nýrrar landeldisstöðvar fyrir lax á Reykjanesi, hefur verið stækkuð í 210 milljónir evra úr 125 milljónum evra vegna aukinnar eftirspurnar fjárfesta.
Landsvirkjun og Landsnet hafa veitt Brunavörnum Þingeyjarsveitar styrk til kaupa á One-7 slökkvikerfi í tvær bifreiðar í eigu slökkviliðsins. Slökkvikerfið sjöfaldar slökkvimátt þess vatns sem er notað auk þess sem það dregur verulega úr mengun vegna slökkvistarfa frá því sem áður var.