24. febrúar, 2009 - 18:21
Fréttir
Félag ungra framsóknarmanna á Akureyri, FUFAN, hefur sent frá ályktun um aðkomu Höskuldar Þórhallssonar að seðlabankafrumvarpinu og
lýsir félagið yfir fullum stuðningi við Höskuld í málinu. Höskuldur hafi marglýst því yfir að hann vilji breytingar
á stjórn Seðlabankans en breytingar þær sem gerðar verða þurfa að ná tilskyldum árangri.
Svo virðist sem ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki hreinan skjöld í málinu og því er nauðsynlegt að sjá innihald skýrslunnar
áður en frumvarpið verður afgreitt úr viðskiptanefnd, segir ennfremur í ályktuninni. Stjórn FUFAN lýsir yfir áhyggjum af
framgöngu stjórnarflokkanna í málinu og veltir upp þeirri spurningu hvað ríkisstjórnin óttist í skýrslu
Evrópusambandsins?