Tveir pokasjóðsstyrkir til Akureyrar

Úthlutað var úr Pokasjóði verslunarinnar í dag. Rúmlega 56 milljónum króna er úthlutað til 67 verkefna á sviði umhverfismála, menningar, mannúðar, íþrótta og útivistar um allt land en tveir styrkir eru til samtaka hér á Akureyri upp á samtals 1,3 milljónir króna eða rúmlega 2% af heildarupphæð styrkjanna. Auglýst var eftir umsóknum og miðað við þetta hlutfall virðist sem Akureyringar hafi ekki verið duglegir að sækja.

Þeir sem fá úthutað úr sjóðnum á Akureyri eru Skógræktarfélag Akureyrar og Ferðafélagið Fjörðungur.  Ferðafélagið Fjörðungur fær styrk til viðhalds  og byggingar skála á Gjögraskaga, Látrum, Þönglabakki  og Keflavík. Skógræktarfélagið hins vegar fær 300 þúsund króna framlag til að bæta aðgengi að Steinagerðisvelli, en það er svæðið þar sem leiktæki og grillaðstaðan er í Kjarnaskógi. Hæsta styrkinn úr Pokasjóði fékk Vímulaus æska í  Reykjavík, eða 5 milljón krónur. Það framlag var vegna sjálfsstyrkingarnámskeiðs fyrir börn og unglinga. 

Nýjast