Tveir á slysadeild eftir líkamsárás

Tveir voru fluttir á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri á fimmta tímanum í nótt eftir að maður hafði ráðist á þá og veitt þeim áverka.  Atvikið átti sér stað á Strandgötu og var árásarmaðurinn horfinn þegar lögreglumenn komu á vettvang. Hann er ófundinn og málsatvik eru enn óljós.  

Að öðru leiti fór skemmtanahald vel fram í bænum í gærkvöldi, segir á visir.is.

Nýjast