Þar segir ennfremur að töluverðar skemmdir hafi orðið á innviðum og innihaldi hússins en byggingin sjálf slapp nokkuð vel, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði Akureyrar. Aldrei var nein hætta á ferðum, hvorki fyrir menn né umhverfi að sögn varðstjóra í samtali við Rúv. Eldsupptök eru óþekkt.