Skipulagssvæðið afmarkast af Þingvallastræti í norðri, Dalsbraut í austri, lóðamörkum við Heiðarlund og Hjallalund í suðri og lóðamörkum við Hrísalund og Tjarnarlund í vestri. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir knattspyrnuvelli og áhorfendastúku á lóð Knattspyrnufélags Akureyrar og á lóð Lundarskóla verður byggingareitur fyrir fjórða áfanga skólans. Allir eru velkomnir á fundinn.