Tillaga að deiliskipulagi KA svæðisins, Lundarskóla og Lundarsels kynnt

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar ákvað í síðasta mánuði að auglýsa tillögu á deiliskipulagi KA svæðisins, Lundarskóla og Lundarsels. Í framhaldi af því boðar skipulagsdeild fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar til opins íbúafundar miðvikudaginn 15. október kl. 20.00 í sal Lundarskóla þar sem skipulagsstjóri kynnir deiliskipulagstillögunina.  

Skipulagssvæðið afmarkast af Þingvallastræti í norðri, Dalsbraut í austri, lóðamörkum við Heiðarlund og Hjallalund í suðri og lóðamörkum við Hrísalund og Tjarnarlund í vestri. Deiliskipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir knattspyrnuvelli og áhorfendastúku á lóð Knattspyrnufélags Akureyrar og á lóð Lundarskóla verður byggingareitur fyrir fjórða áfanga skólans. Allir eru velkomnir á fundinn.

Nýjast