Þór/KA og Fylkir mætast á Þórsvelli í kvöld

Þór/KA og Fylkir mætast í kvöld í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu kl. 18:30 á Þórsvelli. Norðanstúlkur mæta til leiks með nýjan þjálfara við stjórnvölinn en Hlynur Svan Eiríksson stýrir liðinu í sínum fyrsta leik í kvöld, en eins og Vikudagur greindi frá í gær tók Hlynur við starfinu af Viðari Sigurjónssyni. Hlynur fær því ekki mikinn tíma með liðinu fyrir sitt fyrsta verkefni.

„Þetta kom vissulega svolítið snöggt upp á og það er kannski frekar vont að það sé leikur strax í kvöld. Það verður hins vegar bara verðugt verkefni að takast á við og við ætlum okkur að taka stigin þrjú í kvöld,“ sagði Hlynur í samtali við Vikudag í morgun.

Rætt er við Hlyn Svan og Viðar Sigurjónsson, fráfarandi þjálfara Þórs/KA, um þjálfaraskiptin í Vikudegi sem kemur út í dag.

Nýjast