Þjálfari og tveir leikmenn skrifa undir samninga við AH

Akureyri Handboltafélag heldur áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi leiktíð. Þeir Jónatan Þór Magnússon fyrirliði liðsins og Rúnar Sigtryggsson þjálfari, endurnýjuðu báðir  samninga sína við félagið í dag. Þá skrifaði Heimir Örn Árnason einnig undir samning við félagið, hann lék með Val á síðustu leiktíð en mun vafalaust styrkja lið Akureyrar til muna fyrir átökin í vetur.  

Allir skrifuðu þeir undir tveggja ára samning. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari AH, setur stefnuna hátt fyrir veturinn. „Ég reikna með okkur mjög sterkum í vetur, við gerum mikla væntingar til okkar og það er okkar að standa undir því." Aðspurður segist Rúnar vera kominn með líklegt sigurlið í hendurnar fyrir Íslandsmótið í haust. „Já, það er bara þannig. Helsti munurinn á liðinu núna og í fyrra er að núna reikna flestir með okkur í toppbaráttuna og þar ætlum við okkur að vera," segir Rúnar.

Nýjast