Fram kom hjá skólastjóra að nú er lokið að mestu við almennt kennslurými á báðum hæðum en verkgreinaaðstaða og kennslueldhús verða afhent til notkunar 11. september nk. Reiknað er með að framkvæmdum við skólalóðina verði lokið seinni partinn í september. Skólanefnd samþykkti að óska eftir fundi með Fasteignum Akureyrarbæjar til þess að ræða þann drátt sem orðið hefur á verklokum og hefur haft áhrif á skólbyrjun nemenda í Naustaskóla.