Sýrlensku börnin byrjuð í skóla

Frá Brekkuskóla á Akureyri. Mynd úr safni.
Frá Brekkuskóla á Akureyri. Mynd úr safni.

Börn sýrlensku flóttamannana sem komu til Akureyrar skömmu eftir áramót eru byrjuð í skóla. Átta börn hófu grunnskólagöngu, þrjú í Brekkuskóla og fimm í Oddeyrarskóla. Þá eru tvö börn á leikskóla og þrír unglingar eru að hefja nám í VMA. 

Að sögn skólastjóra Brekkuskóla og Oddeyrarskóla hefur gengið vel fyrir börnin að aðlagast skólalífinu. 

-Vikudagur, 10. mars

Nýjast