Stórsigur Þórs/KA á Keflavík í kvöld

Þór/KA vann 9-0 stórsigur á lánlausu liði Keflavíkur er liðin mættust í kvöld á Sparisjóðsvellinum í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu. Þær Mateja Zver og Rakel Hönnudóttir sáu um að skora öll mörk Þórs/KA í kvöld en Mateja skoraði fimm mörk og Rakel fjögur. Eftir leikinn er Þór/KA komið í þriðja sæti deildarinnar með 33 stig en Keflavík situr á botninum án stiga. 

Nýjast