21. mars, 2009 - 11:26
Fréttir
Steingrímur J. Sigfússon var endurkjörinn formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á landsfundi flokksins í morgun. Hann var kjörinn með
lófataki en engin mótframboð komu fram á fundinum. Katrín Jakobsdóttir var endurkjörin varaformaður og Sóley Tómasdóttir var
endurkjörin ritari. Nýr gjaldkeri var kjörin Hildur Traustadóttir en Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér til
endurkjörs.