Starfsmenn Gentle Giants dæmdir til að greiða sektir

Amma Helga, einn af RIB-bátum Gentle Giants. Mynd: Gentle Giants
Amma Helga, einn af RIB-bátum Gentle Giants. Mynd: Gentle Giants

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra hef­ur dæmt fjóra starfs­menn hvala­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Gentle Gi­ants á Húsa­vík til greiðslu sekta. Bát­ar á veg­um fyr­ir­tæk­is­ins voru með fleiri farþega um borð en leyft er sam­kvæmt reglu­gerð. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Það var fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins ásamt þremur stjórn­end­um bát­anna sem dæmd­ir voru til greiðslu sekta. Farþeg­arn­ir voru frá því að vera 13 og upp í 18 í þeim til­vik­um sem ákært var fyr­ir en aðeins er leyfilegt að hafa 12 farþega um borð. Bátarnir sem um ræðir eru svokallaðir RIB-bátar, eða harðbotna slöngubátar.

 

Nýjast