16. október, 2008 - 16:25
Fréttir
Skipulagsnefnd Akureyrar samþykkti með fjórum atkvæðum á fundi sínum í vikunni, erindi frá Sigurði Sigurðarsyni fyrir hönd SS
Byggis ehf, þar sem hann sækir um lóð við Undirhlíð 1 - 3 fyrir byggingu tveggja fjölbýlishúsa.
Áður en framkvæmdir á lóð hefjast skulu gerðar ráðstafanir um markvisst eftirlit á grunnvatnsstöðu svæðisins í
samráði við verkfræðistofuna Mannvit og skipulagsdeild. Jóhannes Árnason greiddi atkvæði gegn veitingu lóðarinnar.