10. ágúst, 2009 - 13:27
Fréttir
Varðskipið Ægir stóð togarann Sólbak að meintum ólöglegum togveiðum á Vestfjarðamiðum í gær í hólfi
þar sem áskilið er að hafa svokallaða smáfiskaskilju eða ákveðna lágmarskmöskvastærð. Fylgdi vvarðskipið Sólbaki
til hafnar á Akureyri og komu þeir að bryggju snemma í morgun. Nú síðdegis er verð að yfirheyra og taka skýrslur af yfirmönnum
togarans. Það var um hádegi í gærsem varðskipið kom að skipinu og voru eftirlitsmenn sendir um borð í togarann til að kanna
veiðarfæri og skipsbækur.
Í ljós kom að Sólbakur var hvorki búinn svokallaðri smáfiskaskilju né hafði þá lágmarksmöskvastærð
sem áskilin er á þessu svæði og meðalmöskvastærð trollpokans var undir áskilinni lágmarksstærð sé ekki notuð
smáfiskaskilja.
Handfærabáturinn var staðinn að meintum ólöglegum handfæraveiðum innan bannsvæðis suður af Látrabjargi. Þyrla
Landhelgisgæslunnar TF-Líf kom að bátnum og sást greinilega að báturinn hafði veiðarfæri sín í sjó.