Soffía verði ráðin framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar

Félagsmálaráð Akureyrarbæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni að mæla með því að Soffía Lárusdóttir verði ráðin í starf framkvæmdastjóra búsetudeildar. Inda Björk Gunnarsdóttir formaður félagsmálaráðs og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri kynntu niðurstöður úr viðtölum við umsækjendur á fundinum. Alls bárust tólf umsóknir um stöðuna.

Nýjast