Smit á Húsavík og níu í sóttkví

Húsavíkurkirkja. mynd/epe
Húsavíkurkirkja. mynd/epe

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur sent frá sér nýjustu tölur um stöðu Covid-19 faraldursins í umdæminu. Þar kemur fram að einn sé í ein­angr­un á Húsa­vík eft­ir að hafa greinst með kór­ónu­veiruna og níu eru í sótt­kví. 

Ekki er vitað hvort smitið tengist bæjarhátíðinni Mærudögum sem fór fram um síðustu helgi.

Samtals eru 78 í sóttkví í umdæminu og 22 í einangrun, langflestir á Akureyri eða 60 í sóttkví og 12 í einangrun.

 


Athugasemdir

Nýjast