Slökkviliðsstjóri biðlar til fólks um ganga tryggilega frá gaskútum

Þorbjörn Haraldsson slökkviliðsstjóri á Akureyri hefur sent frá tilkynningu, þar sem hann brýnir fyrir fólki að vera á varðbergi, þar sem eitthvað sé um að verið sé að stela gaskútum í bænum. "Ekki er langt um liðið frá því að slökkviliðið fór í eld þar sem fundust 25 gaskútar innan dyra. Hluta af þeim kútum var klárlega stolið, þar sem að þeir höfðu verið skornir lausir frá gasgrillum."  

Þorbjörn segir að nú séu teikn á lofti um að verið sé að stela kútum í samskonar tilgangi og biðlar hann til þeirra sem eru með gaskúta úti við að ganga tryggilega frá þeim (læsa þeim við trygga pósta).  "Ef þú lesandi góður verður vitni af því að verið sé að stela gaskútum í þínu nágrenni eða vitir af stöðum þar sem einstaklingar eru að sniffa gas vinsamlega hafðu strax samband við lögreglu. Það er afar brýnt að við sameinumst í að miðla upplýsingum um þessi mál til að reyna að tryggja betur öryggi hvors annars," segir Þorbjörn ennfremur.

Nýjast