Skorað á stjórnendur HB Granda að falla frá arðgreiðslum til hluthafa

Framsýn- stéttarfélag hefur samþykkt ályktun, þar sem fram kemur að félagið telji að Samninganefnd ASÍ eigi þegar í stað að rifta samkomulagi sem gert var við Samtök atvinnulífsins 25. febrúar um frestun á launahækkunum sem koma áttu til framkvæmda 1. mars sl. Eins og fréttir af arðgreiðslum til eigenda HB Granda beri með sér, séu til fyrirtæki sem hafa fulla burði til að standa við gerða kjarasamninga.  

Á þetta hefur Framsýn margsinnis bent og lagðist því gegn frestun launahækkana. Hins vegar var góður meirihluti aðildarfélaga ASÍ með frestun. Í ljósi ákvörðunar HB Granda verður því seint trúað að verkalýðshreyfingin ætli að sitja hjá og viðurkenna þennan gjörning sem er siðlaus með öllu. Framsýn- stéttarfélag skorar á stjórnendur HB Granda að falla frá arðgreiðslum til hluthafa og hækka þess í stað laun starfsfólks um kjarasamningsbundnar hækkanir frá og með 1. mars 2009, segir ennfremur í ályktuninni.

Nýjast