Á þetta hefur Framsýn margsinnis bent og lagðist því gegn frestun launahækkana. Hins vegar var góður meirihluti aðildarfélaga ASÍ með frestun. Í ljósi ákvörðunar HB Granda verður því seint trúað að verkalýðshreyfingin ætli að sitja hjá og viðurkenna þennan gjörning sem er siðlaus með öllu. Framsýn- stéttarfélag skorar á stjórnendur HB Granda að falla frá arðgreiðslum til hluthafa og hækka þess í stað laun starfsfólks um kjarasamningsbundnar hækkanir frá og með 1. mars 2009, segir ennfremur í ályktuninni.