Skólastarf hefst í Lundarskóla á ný

Lundarskóli.
Lundarskóli.
Enginn þeirra fimmtíu starfsmanna Lundarskóla sem voru skimaðir í gær reyndist smitaður af COVID-19. Í tilkynningu sem Elías Gunnar Þorbjörnsson skólastjóri sendi foreldrum nemenda í gær kemur fram að skólastarf hefjist aftur í dag, að morgni fimmtudags. Frá þessu er greint á vef Rúv. 
 

Skólastarfið í 1. - 6. bekk í Lundarskóla hefur legið niðri alla vikuna eftir að einn starfsmaður skólans greindist með kórónuveiruna um helgina og starfsfólkið var sent í sóttkví. Skólastarfið í unglingadeild Lundarskóla hefur ekki raskast, enda er það í öðru húsnæði en yngri deildirnar. 


Nýjast