Skólastarfið í 1. - 6. bekk í Lundarskóla hefur legið niðri alla vikuna eftir að einn starfsmaður skólans greindist með kórónuveiruna um helgina og starfsfólkið var sent í sóttkví. Skólastarfið í unglingadeild Lundarskóla hefur ekki raskast, enda er það í öðru húsnæði en yngri deildirnar.