19. ágúst, 2009 - 15:04
Fréttir
Á fundi skólanefndar Akureyrar í vikunni, var tekið fyrir erindi frá menntamálaráðuneytinu þar sem tilkynnt er um undirbúning
viðbragðsáætlana vegna inflúensufaraldurs. Ýmsar upplýsingar um heimsfaraldur inflúensu er að finna á http://www.influensa.is og
http://www.almannavarnir.is.
Fram kom á fundi skólanefndar, að haft hefur verið samband við Heilsugæslustöðina og munu starfsmenn hennar verða skólunum innan handar við
gerð viðbragðsáætlana. Nefndin samþykkti jafnframt að fela fræðslustjóra að fylgja því eftir að allir skólar hafi gert
sér viðbragðsáætlun fyrir 1. september nk.