Skógarböðin opnuðu í dag

Ljósmynd: Skógarböðin/ Facebook
Ljósmynd: Skógarböðin/ Facebook

Skógarböðin á Akureyri opnuðu fyrir gesti í dag klukkan 12. Óhætt er að segja að opnunni hafi verið beðið með mikilli eftirvæntingu en nú er biðin loks á enda.

Sigríður María Hammer sem ásamt eiginmanni sínum Finni Aðalbjörnssyni standa að uppbyggingu Skógarbaðanna segir að böðin hafi tekið ákveðnum breytingum frá því sem upphaflega var lagt upp með. Það eigi ekki einungis við um byggingar og laugar, heldur hafa einnig verið gerðar aðrar breytingar sem voru til þess gerðar að fella byggingar betur inn í landslagið. Þá hafi verið gerðar breytingar til að hámarka útsýni yfir fjörðinn og Akureyri.

Hægt er að bóka tíma á vef Skógarbaðanna, www.forestlagoon.is

Meira síðar.

Sjá einnig : Heimsfaraldur tefur opnun Skógarbaðanna en þau verða opnuð á næstu vikum


Athugasemdir

Nýjast