Sjallinn opnar nýjan sportbar

Nýi staðurinn er þar sem Oddvitinn var áður til húsa.
Nýi staðurinn er þar sem Oddvitinn var áður til húsa.

Sjallinn opnaði um helgina nýjan sportbar sem hefur fengið nafnið Sportvitinn. Staðurinn er til húsa við Strandgötu, þar sem Oddvitinn var áður. Boðið er upp á boltann og almennt sport í beinni útsendingu, á stóru tjaldi og í bestu gæðum. Á Sportvitanum er jafnframt hægt að fá sér að borða, m.a. hamborgara og franskar.

Eigendur Sjallanns til 17 ára eru Þórhallur Arnórsson, Elís  Árnason og Davíð Rúnar Gunnarsson. Netfangið á nýja staðnum er: sportvitinn@sjallinn.is

 

Nýjast