Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á opnum fundi á Hótel KEA í kvöld, þar sem hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir stöðu efnahagsmála, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna og framtíðarhorfur þjóðarinnar. Einnig kom fram í máli forsætisráðherra að hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætla að sækjast eftir endurkjöri sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fram fer í janúar á næsta ári.