Sjálfstæðisflokkurinn hræðist ekki kosningar

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki hræðast kosningar. Hann telur það hins vegar glapræði að ganga til kosninga innan fárra mánaða og bæta þannig pólitísku fárviðri ofan á það ástand sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar.  

Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á opnum fundi á Hótel KEA í kvöld, þar sem hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins fóru yfir stöðu efnahagsmála, aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að verja stöðu heimilanna og framtíðarhorfur þjóðarinnar. Einnig kom fram í máli forsætisráðherra að hann og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ætla að sækjast eftir endurkjöri sem formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins sem fram fer í janúar á næsta ári.

Nýjast